Litháarnir við Leptevhaf, Snuð, verkföll í Mesópótamíu
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Hin fjórtán ára gamla Dalia Grinkevitjúte var á meðal þeirra þúsunda íbúa Eystrasaltsríkjanna sem sovésk yfirvöld fluttu nauðuga til Síberíu í þrælkunarvinnu þann 14. júní árið 1941. Bókin "Litháarnir við Laptevhaf" hefur að geyma minningar hennar frá fyrstu árum útlegðarinnar og eru vitnisburður um það helvíti á jörðu sem sovésktu þrælkunarbúðirnar voru, og það hvernig fólk nær að viðhalda mennsku sinni á slíkum stað. Vilma Kinderyté og Geir Sigurðsson þýddu verkið úr litháísku. Við kynnum okkur sögu Daliu með Geir í þætti dagsins og heyrum lestur úr bókinni. Og við fáum að heyra fyrsta pistil af fjórum frá Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur um vinnudeilur og verkföll. Þó ekki þau sem hæst ber um þessar mundir hér á landi, og reyndar víðar, heldur misforn. Í fyrsta pistli hennar liggur leiðin til Mesópótamíu. Við hefjum þáttinn á rýni Gauta Kristmannssonar í skáldsöguna Snuð eftir Brynjólf Þorsteinsson. Umsjón: Halla Harðardóttir