Lífið er staður þar sem bannað er að lifa og Fjöruverðlaunin
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum það eru Flokkur fagurbókmennta, flokkur barna og unglinabókmennta og flokkur fræðibóka og rita almenns eðlis. Verðlaunahafar að þessu sinni voru: Í flokki barna- og unglingabókmennta: Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina eftir Margréti Tryggvadóttur. Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Með verkum handanna. Íslenskur refilsaumur fyrri alda eftir Elsu E. Guðjónsson og Lilja Árnadóttir bjó til prentunar. Í flokki fagurbókmennta: Móðurást: Oddný eftir Kristínu Ómarsdóttur. Við ræðum við Kristínu Ómarsdóttur um Móðurást: Oddný í þætti dagsins. Einnig náum við tali af Steindóri J. Erlingsyni um bókina Lífið er staður þar sem bannað er að lifa. Lífið er staður þar sem bannað er að lifa er bók um geðröskun og von eftir Steindór J. Erlingsson þar sem hann rekur þrjátiu ára leit að bata við þunglyndi og kvíða. Bata sem hann fann með sálfræðimeðferð í stað lyfja, en einnig með aðstoð bókmennta og annara lista. Steindór verður gestur okkar í þætti dagsins.