Leyndarmál

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Víðsjá fjallar um leyndarmál í dag. Við fáum til okkur danshöfundinn Ásrúnu Magnúsdóttur, höfund Leyndarmáls sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld í tengslu við Reykjavík Dance Festival. Verkið byggir á leyndarmálum unglinga og með henni í för verða einmitt tveir slíkir, Monika Lárusdóttir og Andrea Sæmundsdóttir. Venting Machine er listgjörningur eftir Herdísi Hlíf Þorvaldsdóttur sem býður fólki að tjá líðan sína í texta og senda á tiltekið símanúmer undir nafnleynd en allar færslur sem sendar eru á númerið birtast síðan á Instagramsíðu listaverksins. Og Rakel Adolphsdóttir, safnstýra kvennasögusafns í þjóðarbókhlöðunni segir frá þeim leyndarmálum sem safninu berst.