Kristinn E. Hrafnsson og tíminn, Sif Ríkarðsdóttir og tilfinningar
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Í Víðsjá dagsins: samtal um myndlist og tímann og tilfinningar í Íslendingasögum. Í Hverfisgalleríi var opnuð á laugardag sýningin allt er nálægt þar sem finna má ný og nýleg verk eftir Kristinn Hrafnsson. Verkin hafa öll með sjálfan tímann að gera, hvernig hann streymir áfram á sínum skrykkjótta hraða, hvaðan hann kemur og hvert hann fer. Við hittum myndlistarmanninn í galleríinu. Við veltum líka fyrir okkur tilfinningum í Íslendingasögum, að gefnu tilefni. Að springa af stríði: Sorg og sársauki í Íslendingasögunum er yfirskrift erindis sem Sif Ríkharðsdóttir prófessor í almennri bókmenntafræði flytur í Neskirkju á morgun - þar fjallar hún um tilfinningar í þessum sagnaarfi Íslendinga og beinir sjónum sínum sérstaklega að birtingarmynd sorgar og sársauka. Þetta hefur verið rannsóknarefni hennar ásamt fleirum af fræðasviðinu, tilfinningarannsóknir á miðaldatextum þar sem tilfinningar eru skoðaðar í sögulegu samhengi. Umsjón með Víðsjá hafa Jóhannes Ólafsson og Guðni Tómasson. Ath. Rangt var farið með nafn Kristins í þættinum og beðiðst er velvirðingar á því. Tónlist: Tom Waits - Time.