Kristín Ómarsdóttir/Móðurást:Draumþing, Óperudagar/Örlagasögur kvenna, Við erum hér/rýni

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Við lítum við í bláu húsi í gamla vesturbænum og ræðum við Kristínu Ómarsdóttur um nýútkomna bók, Móðurást: Draumþing. Þar segir hún skáldaða sögu langömmu sinnar á ofanverðri nítjándu öld í Biskupstungum, en að sögn Kristínar er bókin líka óður til vatnsins. Draumþing er annar hluti frásagnarinnar sem hófst með Móðurást: Oddnýju fyrir ári síðan, en fyrir hana hlaut Kristín Fjöruverðlaunin. Trausti Ólafsson verður einnig með okkur í dag, og að þessu sinni rýnir hann í glymskrattasöngleikinn Við erum hér, sem leikhópurinn Viðlag sýnir um þessar mundir í Tjarnarbíói. En við hefjum þáttinn á því að taka á móti Margréti Hrafnsdóttur söngkonu. Margrét tekur þátt í óperudögum með viðburði sem kallast Örlagasögur kvenna, ásamt rússneska píanóleikaranum Polinu Fradkina. Báðar hafa þær brennandi áhuga á því að segja sögur, og þá sérstaklega sögur af örlögum kvenna. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir