Ingunn FJóla Ingþórsdóttir, Eyþór Gunnarsson um Wayne Shorter, Sólrún
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Endurvarp kallast sýning Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur í Listvali á Granda. Á sýningunni kannar Ingunn Fjóla mörk málverks og vefnaðar, þar sem verkin verða hugleiðing og tilraun til að fanga óstöðugt ástand lita. Og jafnvel óstöðugt ástand yfirleitt, því Ingunn Fjóla segist að einhverju leyti vera að leita uppi fegurð í heimi sem mætti stundum vera stöðugri, og fallegri. Meira um það í þætti dagsins. Einnig heyrum við rýni Sölva Halldórssonar í skáldsögu Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur, Sólrúnu. Og við kynnum okkur tónlistarmanninn Wayne Shorter með Eyþóri Gunnarssyni. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir