Ingibjargir og Ingibjörg Haraldsdóttir, Men, Nostalgía

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Tónlistardúóið Ingibjargir samanstendur af so?ngkonunni Ingibjo?rgu Fríðu Helgadóttur og tónskáldinu Ingibjo?rgu Y?ri Skarphe?ðinsdóttur. Þær kynntust í Listaháskóla I?slands og hófu fljótlega að vinna saman að tónlist við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur. Þær hafa nú gefið út sína fyrstu plötu sem kallast Konan í speglinum, en þar er að finna 15 ný lög sem öll eru samin við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur. Við ræðum við Ingibjargir í þætti dagsins. Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í skáldsöguna Men eftir Sigrúnu Pálsdóttur og Snorri Rafn Hallsson heldur áfram að rannsaka fyrirbærið nostalgíu. Í dag beinir hann linsunni að fortíðarþránni sem leiðarstefi í dægumenningu samtímans. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson