Hildur Hákonardóttir

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Síðastliðinn laugardag, 14.janúar, var opnuð á Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum Hildar Hákonardóttur. Sýningin, sem kallast Rauður þráður, er afrakstur rannsóknar sýningarstjórans, Sigrúnar Hrólfsdóttur. Hildur hefur á löngum ferli fjallað um málefni samtíma síns, og nýtt myndlistina, og þá fyrst og fremst vefnað, í pólitíska og femíníska baráttu. Hún hefur einnig fjallað um náttúruna og gildi hennar fyrir manneskjuna. Það er aðeins eitt á dagskrá í Víðsjá í dag, og það er myndlistarkonan, vefarinn, baráttukonan, rauðsokkan, ræktandinn og rithöfundurinn Hildur Hákonardóttir. Umsjón: Halla Harðardóttir