Hildur Elísa Jónsdóttir Ygallerí, Eyrnakonfekt, tónleikaveturinn

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Tónlistin er fyrirferðarmikil í þætti dagsins og undir lok þáttar kynnum við nýjan dagskrárlið, Eyrnakonfektið, sem boðið verður upp á reglulega yfir vetrarmánuðina. Þar kemur til okkar fólk úr ýmsum áttum og segir hlustendum frá sínu uppáhalds tónverki. Í lok þessa þáttar fáum við fyrsta molann, þegar Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóluleikari í sinfóníuhljómsveit Íslands, býður upp á Eyrnakonfekt dagsins. Við lítum einnig inn á Hamraborgarhátíðina, nánar tiltekið í Y gallerí, og ræðum við Hildi Elísu Jónsdóttur um tónlistardrifna gjörninginn Seeking Solace.