Harbinger lokar, Kind og Ævintýrið
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Gallerí Harbinger við Freyjugötu 1 lokar innan skamms eftir nær tíu ára starfsemi. Steinunn Önnudóttir segir það hafa verið gefandi en um leið lýjandi að reka galleríið meðfram öðrum störfum, og nú sé komið að því að skella í lás. Við ræðum við Steinunni í þætti dagsins. Við fáum einnig heimsókn frá Þresti Helgasyni en í sumar gangsetti hann bókaútgáfuna Kind, lítið forlag sem hefur sérstakan áhuga á bókum um myndlist, hönnun og arkitektúr, menningarsögu og hvers konar fræði og vísindi. Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í skáldsöguna Ætinvtýrið eftir Vigdísi Grímsdóttur. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson