Happy Pinoy, sending frá Feneyjum og Mahler
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Happy Pinoy er listhópur Filippseyinga á Íslandi, og þau ætla að taka Klúbb listahátíðar yfir í Iðnó á laugardag. Hópurinn lýsir sér sem asísku klisjunni því saman hlæja þau, elda og syngja. Á viðburðinum ætla þau að bjóða upp á filippíska menningu, meðal annars Sinulog-dansa, hlaðborð matar á bananalaufum, harana-serenöður, ljóðlist – og karókí. Við kíkjum í heimsókn til Marví Gil en íbúð hennar var full af vinum og vandamönnum, mat, blómum, kertum og skrautlegum búningum þegar Víðsjá bar að garði. Nýútskrifaðir nemar úr myndlist frá Listaháskólnum og úr listfræði frá Háskóla Íslands sem eru staddir í Feneyjum sem starfsnemar senda okkur hugleiðingu í þættinum um það sem fyrir augu ber á Feneyjartvíæringnum. Að þessu sinni er það Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir sem lætur í sér heyra. Og við kynnum okkur einnig hina feiknarstóru og mikilfenglegu Þriðju sinfóníu Mahlers, en hún fær að hljóma í Hörpu í kvöld í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þriggja kóra og einsöngvara, undir stjórn Evu Ollikainen.