Guðmundur Andri Thorsson, Berglind María Tómasdóttir og barnamenning
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur kemur í heimsókn með nýútkomna bók sem hann kallar Rimsírams. Þar er að finna alls kyns stutta texta, hugleiðingar um líf og samfélag, lífsreglur sem skipulagðar eru eftir gömlu íslensku mánuðunum, kveðskap, reynslu- og bernskusögur. Guðmundur Andri er gestur Víðsjár í síðari hluta þáttarins. Tíbrá tónleikaröðin heldur áfram í Salnum í Kópavogi í kvöld þar sem tónlistarkonan Berglind María Tómasdóttir kemur fram. Þar leikur hún að stórum hluta verk sem finna má á plötunni Ethereality en fyrir hana hlaut Berglind Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar og samtímatónlistar árið 2021. Hljóðheimurinn er víðfeðmur, heillandi og jafnvel heilandi. Við ræðum við Berglindi um efnisskrána tónleikanna, tilurð plötunnar Etherreality og heimasmíðuð hljóðfæri. Og Barnamenningarhátíð í Reykjavík er sett í dag, viðburðir verða um allan bæ fram á sunnudag. Rétti staðurinn fyrir allar nánari upplýsingar er vefurinn barnamenningingarhatid.is en við hringjum í Hörpu Rut Hilmarsdóttur verkefnisstjóra í upphafi þáttarins en hún er á hlaupum um allan bæ þessa dagana. Umsjón: Guðni Tómasson