Gildi, Ból, Diskó-noir og Sequences

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Hafnarborg fagnar í ár 40 ára afmæli og hefur af því tilefni skapað sýningu sem nefnist Gildi. Sýningarstjórinn Hólmar Hólm setur ekki upp sögulega sýningu, heldur fókusar á ákveðið tímabil og dregur fram verk tíu listamanna, sem safnið hefur eignast frá árinu 2008. Við hugum líka að bresku hljómsveitinni Madmadmad sem steig á stokk á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves nú um helgina. Sveitin sækir tónheim sinn í tónlistarstefnur áttunda áratugarins og síður saman í taktmikla tilbrigðatónlist sem nefnd hefur verið disco-noir. Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Ból nýjustu skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur og Dagbjört Drífa Thorlacius, frá Sequences hátíðinni, fjallar um mikilvægi listahátíða og hvaða áhrif þær geta haft í samtímanum.