Gerður Helgadóttir / Hamskipti

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Sýningin Hamskipti á Gerðarsafni leggur áherslu á skúlptúrverk Gerðar og varpar ljósi á sköpunarkraft, framúrstefnu og tilraunamennsku listakonunnar. Sýningarstjóri er Cecilie Cedet Gaihede og segir hún titil sýningarinnar bera vitni um margbreytileika og sterka þróun listakonunnar. Við ræðum við Cecilie í þætti dagsins, en einnig heyrum við í Benedikti Hjartarsyni, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Brynju Sveinsdóttur, Unnari Erni Auðarsyni, Knúti Brún og Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá. Einnig heyrum við gamla upptöku þar sem Gerður ræðir list sína.