Gabríela Friðriksdóttir, Líkaminn er skál, Sigurður Málari

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir hefur haldið fjölda sýninga um allan heim og var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2005. Hún hefur fyrir löngu skapað sitt einstaka tungumál, sinn eigin myndheim, þar sem ýmsar óræðar kynjaverur eiga heimili og hreyfast á milli teikninga, málverka, skúltúptúra og fleiri miðla. Víðsjá lítur inn á yfirstandandi sýningu á verkum hennar, Zúlógíu, í Listamönnum á Skúlagötu. Við höldum einnig inn í heimili sjálfstæðu sviðslistasenunnar. Leikhópurinn 10 fingur hefur um árabil sérhæft sig í listsköpun á mörkum leikhúss og myndlistar og frumsýnir í kvöld nýtt íslenskt leikverk , Líkaminn er skál. Höfundar verksins eru þau Helga Arnalds, Matteo Fargon, Valgerður Rúnarsdóttir og Eva Signý Berger en verkið byggir að stórum hluta til á persónulegri reynslu Helgu af því að verða alvarlega veik. En við hefjum þáttinn á því að líta inn á Þjóðminjasafnið, þar sem Heimilisiðnaðarfélagið, í samstarfi við safnið, hefur skipulagt hátíðardagskrá á laugardag í tilefni af 150 ára ártíð Sigurðar málara og degi íslenska þjóðbúningsins. Terry Gunnell, sem ritstýrði ásamt Karli Aspelund bókinni Málarinn og menningarsköpunin, um Sigurð Málara, segir okkur af þessum merkilega hugsjónamanni.