Far heimur, far sæll, Satanvatnið, DJ Bambi

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Rithöfundurinn Ófeigur Sigurðsson gaf nýverið út skáldsöguna Far heimur, far sæll. Mýrarauða bók um hið alræmda Kambsrán sem gerðist á suðurlandsundirlendinu á 19. Öld. Skáldsaga Ófeigs miðlar áhrifum glæpasagna og vestra á afar ljóðrænan hátt en rannsakar umfram allt veru okkar í heiminum, í gegnum sterkar náttúrulýsingar á hinu innra og ytra. Ófeigur verður gestur okkar í dag. Metal ballettinn Satanvatnið verður frumsýndur á fimmtudag í Tjarnarbíói. Höfundurinn Selma Reynisdóttir vinnur þar með mikið af þeim klisjum sem fyrirfinnast í listformunum tveimur, klassískum ballett og þungarokki. Og listformin eiga meira sameiginlegt en okkur grunar í fyrstu, til að mynda þjáninguna, hvassar andstæður, upphafin egó og hina eilífu baráttu góðs og ills. Við lítum inn á æfingu í þætti dagsins og ræðum þar við nokkra aðstandendur verksins. En við hefjum þáttinn á rýni í nýjustu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, DJ Bamba. Soffía Auður Birgisdóttir tekur nú við. Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.