Eldheit ástarbréf, Chicago og sjálfbærni í listum
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Alvöru ástarbréf eru mögulega innilegustu textar sem fyrirfinnast og langflest þeirra hugsuð til lestrar í einrúmi. En ástarbréf á pappír eru þess eðlis að þau geymast, mörg hver í læstum kistlum innan um ryk og löngu gleymt dót í löngu gleymdum geymslum, allt þar til afkomendur ljúka kistlunum upp og þar með leyndarmálunum. FJöldi slíkra bréfa leynast í skjalasöfnum um allan heim, og það á einnig við um okkar eigið þjóðskjalasafn. Um helgina heldur félag um 18 aldar fræði málþing um ástarjátningar í bréfum og dagbókum. Meðal þeirra sem þar taka til máls er Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri Kvennasögusafns íslands, við heimsækjum hana í þætti dagsins, og fáum að kíkja í nokkur ástarbréf, meðal annars frá þjóðþekktum einstaklingum. Einnig segir Nína Hjálmarsdóttir okkur frá sinni upplifun af Chicago, sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir. En við byrjum á Hugarflugi, árlegri ráðstefnu Listaháskóla Íslands, sem hefst í dag og heldur áfram á morgun með stútfullri dagskrá af áhugaverðum málstofum og fyrirlestrum. Þema Hugarflugs í ár er: Margfeldi framtíða, þar sem hugleiddar verða þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og sem munu móta sameiginlega framtíð okkar. Steinunn Knúts-Önnudóttir segir okkur frá vídjóesseyju sem hún sýnir og fjallar um á ráðstefnunni, tengslum hennar við áherslur ráðstefnunnar og af pælingum sínum um sjálfbærni í listsköpun. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir