Einlífi ástarrannsókn, Koss Klimts, inngilding í arkitektúr
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Hlín Agnarsdóttir tekst á við stórar spurningar og viðfangsefni í sinni nýjustu bók. Drusluskömm, valdaójafnvægi í samböndum, ástarkraftur og traust er meðal þess sem hún kryfur í bókinni sem kallast Einlífi, ástarrannsókn. Þetta er hennar þriðja bók þar sem hún vinnur með sína eigin lífsreynslu en í þetta sinn fléttast skáldskapur við reynslu höfundar. Bókin fjallar um ástarlíf aðalpersónunnar, sem hefur verið ekki verið alveg hefðbundið samkvæmt okkar samfélagsreglum. Hlín verður gestur okkar í dag. Við veltum líka fyrir okkur ríflega hundrað ára gömlum kossi þegar Guðni Tómasson reyfar í þætti dagsins ýmis sjónarhorn á eitt þekktasta málverk austurríska málarans Gustafs Klimt. En við hefjum þáttinn á viðtali sem Haukur Hákon Loftsson tók fyrir Víðsjá. Haukur hefur verið í starfsnámi hér í Útvarpshúsinu, en hann stundar diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Það má segja að inngilding og samfélag án aðgreiningar sé það sem Haukur brennur fyrir og því ekki að undra að hann hafi kosið að taka viðtal við arkitekt hér í Víðsjá. Haukur ræðir við Önnu Maríu Bogadóttur, dósent í arkitektúr við LIstaháskóla Íslands.