Eftirpartí, Draumadoc, ást og ástarsorg í Róm
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Ásrún Magnúsdóttir og Forward Youth Company frumsýna verkið Eftirpartí í Tjarnarbíói á fimmtudag. Verkið semur hún líkt og svo oft áður, í samstarfi við dansara verksins, en verk Ásrúnar miða að því að teygja á ríkjandi hefðum innan dansins t.d með því að vinna með fólki sem vanalega dansar ekki, ásamt því að beina sjónum að röddum og líkömum sem komast vanalega ekki upp á svið. Við hittum Ásrúnu tvo meðlimi Forward Youth Company í þætti dagsins. Einnig hugum við að myndlistasýningunni Draumadoc úr smiðju Steingríms Dúa Mássonar, kvikmyndagerðarmanns. Sýningu sem opin er á Facbook og er unnin upp úr draumum Steingríms. Og Jakub Stachowiak, rithöfundur, heldur áfram pistlaröðinni Hjartabrostnar borgir þar sem hann segir frá ferðalagi sem hann hélt í síðasta sumar til Rómar að skrifa skáldsögu og jafna sig á ástarsorg.