Draugapennar, Konurnar á Eyrabakka, Pussy Riot
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Leigupennar eða draugapennar er fyrirbæri sem fylgt hefur hinu skrifaða máli um aldir. Draugapenni er í einföldu máli höfundur sem skrifar í nafni annars - manneskja sem semur eitthvað fyrir aðra manneskju sem síðan telst höfundur verksins; það gefur að skilja að leiga á slíkum pennum er yfirleitt í höndum efnameira fólks. Ástæða fyrir draugaskeytinu við orðið er sú að oft ríkir leynd yfir því hver penninn er, enda þykir leiga á slíkri skrifþjónustu stundum vandræðaleg og jafnvel skömmustuleg. En undanfarin ár og jafnvel áratugi hafa orðið miklar breytingar á þessari leynd. Í þætti dagsins skoðum við nýja erlenda skáldsögu sem vakið hefur umræðuna um draugaskrif. Síðastliðinn miðvikudag, þann 13.september, opnaði sýningin Flauelishryðjuverk - Rússland Pussy Riot, í Louisiana safninu í Danmörku. Sýningin er upphaflega hugarfóstur listamannarekna gallerísins KLing og Bang og Möshu Alyokinu úr Pussy Riot, og var vel sótt í Marshall húsinu í fyrra. Af gefnu tilefni rifjum við upp þessa sýningu og sögu Pussy Riot í þætti dagsins. Einnig fáum við til okkar gest sem var að senda fyrstu bókina sína í prentun, Jónínu Óskarsdóttur. Bókin kallast Konurnar á Eyrabakka og fjallar um líf og störf kvenna í þessu þorpi sem við upphaf síðustu aldar var einn helsti verslunarstaður landsins.