Djöfulsins snillingur, Listbókamessa, Óbragð

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Reykjavík Art Book Fair / Listbókamessa eða Bókverkamessa fer fram um helgina í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þetta er í annað sinn sem listbókamessan fer fram hér á landi en sambærilegar messur eru haldnar um allan heim. Þar koma saman listamenn og hönnuðir sem nota bókverkið sem listform, lítil listbókaforlög, gallerí og söfn sem stunda útgáfu á prentuðu efni af öllum toga, allt frá ljóða- og listaverkabókum yfir í hönnunargripi. Við skreppum í Hafnarhúsið hér á eftir. Alþjóðlegi leikhópurinn Reykjavík Ensemble hefur vakið verðskuldaða athygli frá því að hann var stofnaður árið 2019. Reykja­víkur­borg út­nefndi leikhópinn List­hóp Reykja­víkur 2020 og ný­verið gerði borgin við þau þriggja ára sam­starfs­samning. Hópurinn frumsýnir í kvöld sitt fjórða verk frá stofnun, verk sem kallast Djöfulsins snillingur, en verkið er svört kómedía sem fjallar um árekstra milli sjálfsmyndar listamanns og raunveruleika innflytjanda. Við ræðum við stofendur leikhópsins og höfunda verksins, þær Ewu Marcinek and Pálínu Jónsdóttur. Óbragð eftir Guðrúnu Brjánsdóttur kom út hjá Forlaginu á dögunum. Óbragð er fyrsta skáldsaga höfundarins, en hún vann samkeppni Forlagsins, Nýjar raddir 2020, með nóvellunni Sjálfstýringu. Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Óbragð.