Diddú / Svipmynd

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Diddú steig fyrst á svið sem söngkona 19 ára gömul með Spilverki þjóðanna og hefur verið þar nær stanslaust síðan. Hún stefndi á leiklist en var bent á það í söngnámi í London að til Ítalíu skyldi hún fara til að þjálfa sína háu sópranrödd. Eftir nám í Mílanó sneri Diddú aftur heim og fór beint upp á svið í Íslensku óperunni sem Olympia í Ævintýrum Hoffmans. Hún segir mikið líf hafa verið í Íslensku óperunni á þeim tíma og næg tækifæri fyrir unga söngvara til að stíga sín fyrstu skref. Sorglegt sé að fylgjast með því sem er að gerast í þeirri stofnun í dag, grasrótin reyni að halda senunni á floti, en það sé ekki nóg. Diddú er hvergi nærri hætt að stíga á svið, hún gerir raddæfingar alla morgna og ráðleggur ungum listamönnum að trúa á sjálfa sig og hætta aldrei að leita. Diddú verður gestur okkar í svipmynd dagsins.