Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari / svipmynd

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

„Lífið er ekkert nema viðhorf og tímasetning,“ segir Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari. Hjá henni er allt flæði og spuni, bæði í lífinu og listinni. „Það þarf að skynfinna myndlist, skynja frekar en að skilja.“ Það má segja að náttúran sé helsti innblástur Brynhildar og rekur hún það til æskustöðvanna en einnig til sterkrar náttúruupplifunar á hálendinu, þar sem hún starfaði sem landvörður meðfram myndlistarnáminu. Steypa og gler eru helsti efniviður Brynhildar. Hún hóf að vinna með gler í framhaldsnámi í Amsterdam en það var í Kaliforníu sem hún segist hafa uppgötvað eðli og tungumál efnisins. Efnið ræður alltaf för í hennar verkum og glerið er oftar en ekki útgangspukturinn. Svo tekur við leikur á milli kraftanna í efninu og kraftanna í Brynhildi sjálfri.