Biðin eftir Godot, köttur mús og greind, og tónlistarlegt samhengi

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Sveinn Einarsson, leikstjóri, rithöfundur og fyrrverandi leikhússtjóri, var einn þeirra heppnu sem fengu að upplifa umbyltingu leikhússins í París um miðja síðustu öld. Leikhús fáránleikans hitti hann beint í hjartastað og verk Samuel Beckets gáfu hans kynslóð rödd sem enn talar til okkar. Á sunnudag flytur Leiklestrarfélagið Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu og það er Sveinn sem stýrir þar einvala liði leikara. Sveinn verður gestur okkar í þætti dagsins, segir okkur frá uppákomu Leiklestrarfélagsins og reyndar frá ýmsu fleiru, árunum í París og leikhúsástríðunni sem er hvergi nærri farin að kulna. Og svo fáum við heimspekivangaveltur frá Freyju Þórsdóttur, sem í dag fjallar um tilhneigingu mannsins til að gleyma því sem skiptir hann mestu. Og skoðar í því samhengi ólík hlutverk greindar og visku. Við sögu kemur líka Kafka, köttur og mús. En við hefjum þáttinn á því að tengja aðeins, erlenda tónlist sem bar á góma hér í þættinum fyrr í vikunni við íslenska. Magnús Kjartansson tónlistarmaður segir frá því þegar hann fór í hljóðver á áttunda áratugnum í London og Sandy Denny og Linda Thompson sungu fyrir hann bakraddir.