Ásta Fanney til Feneyja 2026, Mikilvægt rusl /rýni, Nokkur jólaleg lög, leikhús í Helsinki

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Í gær var tilkynnt að Ásta Fanney Sigurðardóttir verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2026. Valið var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands í gær þar sem kampavín og kaka komu við sögu. Við ræðum við Ástu Fanneyju í þætti dagsins. Fyrir skömmu sendu GDRN og Magnús Jóhann frá sér sönglagaplötuna Nokkur jólaleg lög. Á plötunni flytja þau þekkt jólalög og vetrarlög í lágstemmdum en einlægum útgáfum ásamt nokkrum góðum gestum. Tómas Ævar sest niður með þeim Magnúsi og Guðrúnu og ræðir við þau um gerð plötunnar. Við heyrum einnig rýni í nýja skáldsögu Halldórs Armand, Mikilvægt rusl, í þætti dagsins, en Sölvi Halldórsson hefur nýlokið við lesturinn. Og við fáum einnig ferðasögu frá Helsinki frá Trausta Ólafssyni, einn af leikhúsrýnum þáttar, en hann var þar í mikilli leikhúsreisu.