Arthur Lee og Love, Ungi einleikarar og alþjóðlegu Booker verðlaunin
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Búlgarski rithöfundurinn og ljóðskáldið Georgi Gospodinov hlaut í vikunni alþjóðlegu Booker verðlaunin fyrir sína fjórðu skáldsögu, Time Shelter í þýðingu Angela Rodel. Þetta er í fyrsta sinn sem bók skrifuð á búlgörsku hlýtur þessa virtu viðurkenningu og annað árið í röð sem verðlaunin fara til bókar sem skrifuð er á tungumáli sem ekki hefur hlotið Bookerinn áður. Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg. Stjórnandi að þessu sinni er Nathanae?l Iselin staðarhljómsveitarstjóri SÍ og einleikarar og einsöngvarar sem koma fram eru þau Ólafur Freyr Birkisson, söngvari, Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, söngkona, Þórhildur Magnúsdóttir, víóluleikari, Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir söngkona. Teitur Magnússon fer með okkur í ferðalag um tónlistarferil Arthurs Lee forsprakka hljómsveitarinnar Love, sérstakur karakter í tónlistarsögunni sem hafði gífurleg áhrif. Jimi Hendrix apaði fatastílinn eftir honum og Jim Morrison og The Doors vildu vera eins og Love. Arthur var líka stjórnsamur og á tímum erfiður - glímdi við geðsveiflur og fíkn sem ollu því að hann var dæmdur í fangelsi. ?Áhrifamikill sjarmör ? glataður snillingur,? segir Teitur og við heyrum allt um það í lok þáttar.