Arfur og umhverfi, Svikull silfurljómi, Sakamoto

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Á laugardaginn opnaði sýning myndlistarkonunnar Unu Bjargar Magnúsdóttur í samkomuhúsinu á Súðavík. Una Björg er fjórði listamaðurinn sem velst til þátttöku í sýningarröð Listasafns ASÍ þar sem skipulagðar eru einkasýningar valinna listamanna á tveimur stöðum á landinu. Víðsjá sendir útsendara af stað og lítur inn í samkomuhúsið á Súðavík og fær að heyra af sýningunni Svikull silfurljómi frá listakonunni sjálfri, en einnig verður rætt við Elísabetu Gunnarsdóttur safnstjóra listasafns ASÍ. Við heyrum einnig af norskri bók, Arfur og umhverfi eftir Vigdis Hjorht, sem nýverið kom út í íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar. Hjorth er einn fremsti samtímahöfundur Noregs og er Arfur og umhverfi, hennar þekktasta verk. Bókin fjallar um fjölskyldu sem stendur í deilum vegna arfs sem á að skipta milli fjögurra uppkominna systkina. Þegar líður á söguna kemur í ljós aðmeira liggur undir en arfurinn, óuppgert fjölskylduleyndamál sem hefur verið þaggað í hel. Við ræðum við Silje Beite, þýðanda, um Arf og umhverfi. En við hefjum þáttinn á að minnast merks japansks tónlistarmanns sem féll frá um liðna helgi, Ryuichi Sakamoto.