Andardráttur á glugga, tónlistarmiðstöð, Litháarnir við Laptevhaf

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Listasafn Reykjavikur heldur áfram að kynna ný verk starfandi listamanna í Ásmundarsafni, þar sem þau kallast á við myndheim Ásmundar Sveinssonar. Nú er það myndlistarkonan Sigga Björg sem á í samtali við Ásmund, og áherslan í þetta sinn er á þjóðsögur, ævintýri og ímyndunarafl. Á sýningunni Andardráttur á glugga sýnir Sigga BJörg teikningar, veggverk og vidjóverk. Meira um það hér undir lok þáttar, þegar við hittum Siggu Björg í Ásmundarsafni. Gauti Kristmannsson heldur áfram að fjalla um nýútkomnar bækur, og að þessu sinni er það þýðing á litháískri bók: Litháarnir við Laptevhaf, eftir Daliu Grinkevitjúte, í þýðingu Geirs Sigurðssonar og Vilmu Kinderyté. En við hefjum þáttinn á heimsókn í eitt af ráðuneytum borgarinnar. Fram eru komin á hinu háa alþingi íslendinga tvö mál er varða umhverfi tónlistarsköpunar í Íslandi: frumvarp til tónlistarlaga og þingsályktunartillaga um tónlistarstefnu fyrir árin 2023 til 2030. Og eitt að því sem ráðgert í þessum plöggum er stofnun nýrrar tónlistarmiðstöðvar. Við ræðum við Bryndísi Jónatansdóttur um framtíðarsýn þegar kemur að umgjörð um íslenska tónlist. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir