All in Animal Time, Fíasól, Serótónínendurupptökuhemlar og Kaíró

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Karólína Rós Ólafsdóttir, skáld og bókavörður sendi frá sér bókina All in Animal Time í Skotlandi fyrir skömmu og fagnaði útgáfunni hér á landi í gær. Við ræðum við skáldið og heyrum upplestur. Leikritið Fíasól gefst aldrei upp! var frumsýnt í Borgarleikhúsinu nú á dögunum. Trausti Ólafsson fór að sjá leikverkið og segir frá upplifun sinni í þætti dagsins. Við höldum alla leið til Kairó í Egyptalandi, en þar var á dögunum opnuð stór alþjóðleg myndlistarsýning þar sem fimm íslenskir myndlistarmenn eiga verk. . Víðsjá var með óbeinan útsendara á svæðinu, Guðna Tómasson , sem sendir okkur skýrslu. Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í nýlega skáldsögu Friðgeirs Einarssonar sem kallast Serótónínendurupptökuhemlar. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Halla Harðardóttir