Aldan í Þorlákshöfn, Í myrkrinu fór ég til Maríu, Anatólískt rokk, ólesnar bækur
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
„Íslendingar eru ekki alveg búnir að fatta hversu mikil auðlind aldan er, og hversu mikið aðdráttarafl býr í Þorlákshöfn.“ Þetta segir Elín Signý Ragnarsdóttir, dansari og einn af stórnarmeðlimum í Brimbrettafélagi Íslands, en nú stendur til að setja landfyllingu í höfnina og þar með eyðileggja öldu sem er sú besta á landinu og þó víðar væri leitað. Gegn þessum framkvæmdum berst Brimbrettafélag Íslands og á morgun halda þau viðburð í Bíó Paradís þar sem tvær heimildamyndir um brimbrettamenningu verða sýndar. Elín Signý verður gestur okkar í þætti dagsins. Einnig rýnir Soffía Auður Birgisdóttir í ljóðbók Sonju B. Jónsdóttur, Í myrkrinu fór ég til Maríu, sem tilnefnd var á dögunum til ljóðabókaverðlaunanna Maístjörnunar, Þorleifur Sigurlásson fjallar um anatólískt rokk og Tómas Ævar veltir fyrir sér hálflesnum. bókum.