Aðgát á Kjarvalstöðum, Hjartabrostnar borgir, Félagsskapur með sjálfum mér
Víðsjá - A podcast by RÚV
Categories:
Á sýningunni Aðgát á Kjarvalsstöðum varpar sýningarstjórinn Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir ljósi á ríflega sex áratuga langan feril Borghildar Óskarsdóttur. Borghildur Óskarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1942 og á að baki merkan listferil. Hún vakti fyrst athygli fyrir leirverk á áttunda áratugnum en móðir jörð og tengsl okkar mannanna við hana hafa verið Borghildi hugleikin allan hennar feril. Hún vann, og vinnur enn, verk sín í fjölbreytta miðla en leirinn og glerið hafa fylgt henni allan ferilinn. Við hittum sýningarstjórann á Kjarvalstöðum í þætti dagsins. Við kynnum einnig til leiks pistlahöfund hér í Víðsjá. Jakub Stachowiak, rithöfundur, skrifar okkur fjórar esseyjur um hjartabrostnar borgir; ferðalag erlendis sem hann hélt í síðasta sumar til að skrifa skáldsögu og jafna sig á ástarsorg. Pistlarnir verða eins konar framhaldssaga og því munum við heyra þann næsta í röðinni á morgun og svo koll af kolli út vikuna. En við hefjum þáttinn á því að fara í leikhúsið. Trausti Ólafsson sá verkið Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíói.