Afneitun og raunveruleikaflótti, Mancini og Vaughan, sjóræningjalög og 1. apríl

Víðsjá - A podcast by RÚV

Categories:

Á Jazzklúbbnum Múlanum verða haldnir tvöfaldir heiðurstónleikar á morgun. Spilað verður til heiðurs Henry Mancini og Söru Vaughan sem bæði hefðu átt 100 ára afmæli á þessu ári. Á tónleikunum koma fram söngkonan Rebekka Blöndal og píanóleikarinn Karl Olgeirsson ásamt hljómsveit og kafa þau meðal annars ofan í plötuna “Sara Vaughan sings the Mancini Songbook.” Við ræðum við Rebekku og Karl í þætti dagsins. Freyja Þórsdóttir veltir tveimur stórum hugtökum fyrir sér: afneitun og raunveruleikaflótta. En í því samhengi lítur hún m.a. til örsögu eftir Edgar Allan Poe og kvikmyndarinnar The Zone of Interest. Að gefnu tilefni rifjum við upp innslag um huldulistamanninn G. Weller frá því í haust. G. Weller á að hafa verið stúdíóspilari og meðspilari í mörgum hljómsveitum í Los Angeles á 8. Áratugnum en látið sig hverfa algjörlega úr bransanum og aðeins skilið eftir nokkrar dularfullar kassettuupptökur.