Svali Björgvinsson

Svona er þetta - A podcast by RÚV

Categories:

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Svali Björgvinsson, sálfræðingur og einn helsti sérfræðingur landsins í körfubolta. Rætt er við Svala um mikinn uppgang í körfubolta hér á landi og ástæður þess mikla árangurs sem náðst hefur á stuttum tíma en landsliðið í körfuknattleik karla hefur komist á tvö stórmót á allra síðustu árum. Einnig er rætt um það hvers vegna NBA reynist sá þröskuldur sem raun ber vitni fyrir íslenska og reyndar aðra evrópska körfuboltamenn og að lokum kemur við sögu mesta stjarna þeirrar deildar, Michael Jordan, en á síðasta ári voru sýndir áhrifamiklir og að vissu leyti afhjúpandi þættir um feril hans á Netflix.