Kjartan Atli Kjartansson

Svona er þetta - A podcast by RÚV

Categories:

Gestur þáttarins er?Kjartan Atli Kjartansson, sjónvarpsmaður á Stöð tvö sport og körfuboltasérfræðingur. Úrslitakeppnin í körfubolta kvenna lauk um síðustu helgi með sigri Njarðvíkur og um þessa helgi hefst úrslitaeinvígi Tindastóls og Vals í karlaflokki en úrslitakeppnirnar hafa báðar vakið mikla athygli enda gríðarlega spennandi. Leikinn hefur verið glæsilegur körfubolti í þessum keppnum og raunar eru flestir sammála um að íslenskur körfubolti hafi tekið stórfelldum framförum á síðustu árum. Það sést ekki aðeins á leik félagsliðanna hér heima heldur einnig árangri landsliða okkar og einstakra leikmanna sem margir hverjir leika nú við sterkustu deildir Evrópu. Þessi uppgangur hefur svo endurspeglast í frábærri umfjöllun Kjartans Atla og félaga á Stöð tvö sport síðustu ár. Sú sjónvarpsstöð er einnig heimili NBA-körfuboltans hér á landi en þar stendur nú yfir úrslitakeppni í austur- og vesturdeild sem á undanförnum árum hefur sjaldan verið jafn spennandi og góð. Rætt er við Kjartan Atla um uppgang körfuboltans hér á landi, úrslitakeppnir hérlendis og vestanhafs, framfarirnar undanfarin ár, útrás íslenskra körfuboltamanna, spurninguna um fleiri eða færri erlenda leikmenn í íslensku deildinni, afreksstefnuna og síðast en ekki síst sjónvarpsþætti hans um íslenska körfuboltann sem vafalítið eiga þátt í þeim uppgangi sem orðið hefur í íþróttinni á síðustu árum.