Jón Ormur Halldórsson
Svona er þetta - A podcast by RÚV
Categories:
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Jón Ormur Halldórsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Jón Ormur hefur að undanförnu birt nokkrar greinar í Kjarnanum þar sem hann hefur fjallað um þá deiglu sem alþjóðamál eru í um þessar mundir. Kína og Indland koma þar við sögu en líka Rússland, Tyrkland og Íran, sem Jón Ormur segir að leiti sér öll meira olnbogarýmis í heiminum. Þýskaland kemur við sögu, Evrópa og Bandaríkin. Í samtalinu við Jón Orm kemur Ísrael einnig við sögu en hlustendur ættu að verða einhvers vísari um samhengi hlutanna í alþjóðamálum samtímans.