Guðni Elísson

Svona er þetta - A podcast by RÚV

Categories:

Gestur þáttarins er Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og rithöfundur. Guðni sendi nýlega frá sér sína fyrstu skáldsögu, Ljósgildruna, sem vakið hefur talsverða athygli. Bókin er samtímasaga, varpar upp mynd af íslensku bókmenntalífi, menningarlífi og stjórnmálalífi þar sem við sögu koma ýmsar þekktar stærðir á borð við forseta Íslands, formann Sjálfstæðisflokksins og, að sumum finnst, þekktar persónur úr röðum menningarforkólfa þessa lands. Bókinni hefur verið lýst sem lykilsögu og skálkasögu. Hún er 800 blaðsíður að lengd og höfundur hefur bent á að byggingu hennar megi meðal annars miða út frá prósentutölum sem finna má á blaðsíðum bókarinnar. Rætt er við Guðna um þetta forvitnilega verk.