Dagur B. Eggertsson

Svona er þetta - A podcast by RÚV

Categories:

Gestur þáttarins er Dagur B Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Dagur sendi nýlega frá sér ritið Nýja Reykjavík. Umbreytingar í ungri borg, en bókin er í senn pólitísk saga hans sjálfs og saga Reykjavíkur á síðustu tveimur áratugum. Rætt er við Dag um þá borgarþróun sem bókin lýsir, hugmyndina um þéttingu byggðar, átökin um hana og verkefni sem henni tengjast eins og flugvallarmálið og Borgarlínuna. Bókin er að ýmsu leyti óvenjuleg í íslensku samhengi, hún lýsir hugmyndafræðilegri sýn og baráttu við að koma henni í framkvæmd, en hún er jafnframt persónulegt uppgjör og opinská þroskasaga stjórnmálamanns sem stundum hefur þótt óljós og hafa tilhneigingu til að drepa málum á dreif með orðalengingum. Pólitískt bit þessarar bókar kemur því að sumu leyti á óvart á sama tíma og hún vekur spurningar um það hvert Dagur stefnir á sínum pólitíska ferli.