Auður Önnu Magnúsdóttir
Svona er þetta - A podcast by RÚV
Categories:
Gestur þáttarins er Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Á undanförnum vikum hafa orkumál verið rædd svolítið hér í þættinum og ætlunin er að halda því áfram enda hefur umræða um nýjar virkjanir verið sett á dagskrá af forstjóra Landsvirkjunar í kjölfar nýs stjórnarsáttmála sem kynntur var í desember. Rætt er við Auði um þá stöðu sem er komin upp í orkumálum, möguleikana á því að ná kolefnishlutleysi eftir átján ár, virkjunarkosti, aðra orkukosti, en sérstaklega náttúruverndar- og loftslagssjónarmið sem eiga líklega eftir að vega þungt í þeim ákvörðunum sem teknar verða á næstu misserum og árum. ?