Begga Ýr og Katrín

Berglind Ýr segir okkur söguna sína en hún hefur verið í bata frá hugbreytandi efnum í rúmlega 10 ár. Hún þurfti ung að leita sér aðstoðar í Kvennaathvarfinu vegna ofbeldis af hálfu kærasta en hefur náð góðum árangri sem hún deilir með okkur. Berglind og Katrín eiga báðar drengi sem hafa glímt við erfiðleika og kom Begga eins og stormsveipur inn í líf Katrínar, þær eru að gefa saman út dagbók um tilfinningar og stjórnun þeirra þessa dagana.

Om Podcasten

Sterk saman er spjallþáttur þar sem fólk með reynslu kemur og segir söguna sína auk þess sem við fáum sérfræðinga og fagfólk í settið til okkar.