#101: Haraldur Holgersson

Sterakastið - A podcast by Sterakastið

Categories:

Ranked #57 skv. worldwide ranking CrossFit games, sem tekur saman hvernig þú stóðst þig á crossfit open, quarter-finals, semi-finals og svo á games. Þau nota gögn seinustu tveggja ára og það að vera á þessum top 100 lista er rosalegt afrek, en Haraldur er ekki eins og flestir íþróttamenn á þessum lista þar sem Haraldur hefur verið að kljást við alvarlegt brjósklos í bakinu síðan 2019 sem hefur hrjátt hann gríðarlega á CrossFit æfingum. Hann fer yfir alla söguna, kenninguna um af hverju þetta gerðist, hvað hann hefði viljað vita áður og hvað hann hefði gert öðruvísi. En hann er ekki bara með þráhyggju fyrir því að ætla sér að verða hraustasti maður heims og sanna það á heimsleikunum (e. CrossFit Games), heldur hefur hann alls konar áhugaverð og fyndin áhugamál. Haraldur er einn þeirra sem að veit hvað mest um þættina Friends af öllum á Íslandi þar sem að hann hefur horft á alla þættina í gegn í tugatali með lazer focus. Hann hefur perlað allar Star Wars fígúrurnar sem og mynd af sjálfum sér (sem innihélt 17.000 perlur), spilar frisbee golf af krafti þegar bakið leyfir og er einn sá besti á Íslandi í sjómann. ..og já hann lærði einu sinni fyrstu 150 aukastafina af Pi. Njótið þess að hlusta á þátt #101 af Sterakastinu!

Visit the podcast's native language site