#101 Jólabjór 3.0 með Atla Þór Albertssyni
Spekingar Spjalla - A podcast by Podcaststöðin

Categories:
Að vanda taka Spekingar þá gríðarlegu ábyrgð á sínar herðar að smakka jólabjórana. Sérstakur gestur er Atli Þór Albertsson leikari og alhliða lífskúnstner. Í ár voru tappar 29-30 bjórtegunda rifnir upp en mönnum ber ekki saman um nákvæman fjölda. Kári Sigurðsson stjórnaði flæðinu og Jón Þór Skaftason og Sævar Ríkharðsson voru okkur til halds og trausts. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.