#100 Eitthundrað

Spekingar Spjalla - A podcast by Podcaststöðin

Categories:

Spekingar gefa út þátt nr. 100 þessa vikuna. Við það tilefni voru sóttir og færðir í stúdíó færustu álitsgjafar landsins til að fara yfir fyrstu upptöku Spekinga sem tekinn var upp á fyrri hluta ársins 2018. Upptakan hefur aldrei verið birt opinberlega en í þessum þætti fá hlustendur að heyra valdar klippur sem þola birtingu. Fyrsta upptakan verður birt í heild sinni samhliða öðrum upplýsingum um mikilvæga almannahagsmuni að 40 árum liðnum sbr. 1. mgr. 28. gr. l. nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.  Gestir þáttarins í stafrófsröð: JútjúbJón, Kári og Sesi.  Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.