Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir, landarmæri Finna og Rússa og popúlismi

Spegillinn - A podcast by RÚV

Categories:

27. nóvember 2023 Í bandaríska blaðinu New York Times birtist um helgina grein um ófrjósemisaðgerðir á fötluðum konum - þar fullyrt að enn væru gerðar slíkar aðgerðir í undantekingartilvikum, meðal annars á Íslandi, þrátt fyrir bann. Réttargæslumönnum fatlaðra berast árlega að jafnaði þrjár til fjórar frásagnir af þvinguðum ófrjósemisaðgerðum fatlaðra kvenna segir Eiríkur Smith réttargæslumaður. Finnar eru reiðubúnir að loka síðustu landamærastöðinni á landamærum Finnlands og Rússlands ef straumur hælisleitenda frá Rússlandi verður ekki stöðvaður. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi forsætisráðherra Svíþjóðar og Finnlands í Helsinki í dag. Um nær allan heim hefur gengi hægri öfgaflokka í kosningum vaxið. Þetta gerist víða í Evrópu og Bandaríkjunum og áhrifa þeirra gætir líka mjög hjá flokkum sem fyrir voru og hafa gert málflutning þeirra og málefni að sínum eigin. Það reynist mörgum erfitt að gangast við því að þessir flokkar séu orðnir hluti af hinu pólitíska landslagi segir Maximilian Conrad, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Jafnvel Geert Wilders formanni Frelsisflokksins kom kosningasigur flokksins í Hollandi í síðustu viku á óvart. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður Magnús Þorsteinn Magnússon.