Víðir hefur áhyggjur af íbúum, Elín Björk spáir í loftslagsmýtur
Spegillinn - A podcast by RÚV
Categories:
Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna segir að lítill tími gefist til að bregðast við ef það fer að gjósa norðan við Grindavík. Hann hefur áhyggjur af fólki sem dvelur í bænum. Hann segir að gist hafi verið í um 30 húsum í nótt og segir búist við að fleiri verði í bænum um áramót. Björgunarsveit er ekki í bænum núna og ef færi að gjósa keyra tveir lögreglubílar um bæinn með vælandi sýrenur til að vekja athygli íbúa á rýmingu, auk þess sem Neyðarlínan sendir út sms á síma í bænum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum hefur í síðustu tveimur þáttum farið yfir nokkrar af algengustu kenningum þeirra sem efast um hlýnun Jarðar, orsakir hennar og afleiðingar ásamt Ævari Erni Jósepssyni. Nú er komið að lokahnykk þeirrar yfirferðar. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred.