Varnargrðar við Svartsengi, ónóg þjónusta við heilabilaða, útrýmingarhætta hvítmygluosta

Spegillinn - A podcast by RÚV

Categories:

Meðan beðið er eftir næsta eldgosi við Svartsengi, sem jarðeðlisfræðingar búast við að gæti jafnvel orðið í næstu viku, hamast menn við að styrkja varnir og koma í veg fyrir frekara tjón á innviðum. Ari Guðmundsson verkfræðingur fer fyrir þeirri vinnu. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Ara. Hvorki heilabiluðum né aðstandendum þeirra býðst viðunandi þjónusta á Norðurlandi. Þetta segja talsmenn Sólblómsins, félags aðstandenda heilabilaðra á Akureyri, sem sendu bæjarstjórn ákall um úrbætur á dögunum. Ólöf Rún Erlendsdóttir sagði frá og talaði við Olgu Ásrúnu Stefánsdóttur, félaga í Sólblóminu. Þau ótíðindi bárust heimsbyggðinni á dögunum, að dagar Camembert, Brie- og annarra hvítmygluosta yrðu mögulega brátt taldir. Ævar Örn Jósepsson sagði frá og talaði við Garðar Frey Vilhjálmsson, mjólkurfræðing og ostasérfræðing í Búðardal.