Umskurður, Úkraína og Gérard Depardieu

Spegillinn - A podcast by RÚV

Categories:

4. janúar 2024 Umskurður á drengjum af trúarlegum ástæðum er umdeilt mál hér á landi. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki segir mikilvægt að mismunandi lífsskoðanir séu virtar og telur það geta haft skaðaminnkandi áhrif, ef umskurður standi til boða á heilbrigðisstofnunum. Umskurður drengja hafi djúpstæða, táknræna og trúarlega merkingu fyrir lítinn hóp fólks hér á landi, og beri þvi frekar vitni um umhyggju foreldra en vanhæfni. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við SIgurð. Stríðið í Úkraínu hefur staðið í tæp tvö ár. Svo virðist sem heldur hafi dregið úr stuðningi Vesturlanda við Úkraínu í stríði þeirra við innrásarher Rússa. Þar er þó ekki allt sem sýnist, segir Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin geti gert ýmislegt til að styðja við bakið á Úkraínumönnum, þrátt fyrir andstöðu ákveðinna afla á báðum stöðum. Hann telur Úkraínumenn geta bætt vígstöðu sína með áframhaldandi stuðningi Vesturlanda, en sér þó ekki fyrir endann á stríðinu í bráð. Ævar Örn Jósepsson talaði við Erling. Frakkar kalla hann Þurs og vísa þar til hvorutveggja útlits hans og hegðunar. Kunnasti og umdeildasti kvikmyndaleikari Frakka, Gérard Depardieu, er enn og aftur í sviðsljósinu en ekki fyrir kvikmyndaleik frekar en fyrri daginn. Að þessu sinni þótti mörgum hann fara yfir strikið með hneykslanlegum ummælum sem birtust fyrir jól, þótt jafnvel sjálfur Frakklandsforseti reyni að koma þessari þjóðargersemi til varnar. Jón Björgvinsson segir frá. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Markús Hjaltason