Skipulegga hvernig hluti Grindvíkinga getur sótt eigur, ósáttir franskir bændur

Spegillinn - A podcast by RÚV

Categories:

Hættan af sprungum í Grindavík er viðvarandi og verður næstu misseri og ár, segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. Hættan í bænum er heilt yfir talin minni, en samt mjög mikil hvað sprungur varðar. Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna vonast til að geta kynnt á morgun skipulag um hvernig Grindvíkingar, sem búa vestan Víkurbrautar, geta komist að vitja eigna sinna. Hann segir að nýjar sprungur hafi komið í ljós í dag austan megin í bænum og að það sé lengra í að íbúar komist þangað. Bændum í Frakklandi fækkar stöðugt. Stéttin eldist og afkoman versnar. Þetta er ástandið sem stéttin býr við í stuttu máli. Bændur segjast vera búnir að fá nóg og krefja stjórnvöld um aðgerðir.