Mansalsmál á Íslandi, húsnæðismál á Akureyri, forsetakosningar í Rússlandi

Spegillinn - A podcast by RÚV

Categories:

Áttatíu til níutíu mansalsmál hafa komið inn á borð Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, segir Jenný Kristín Valbergsdóttir, teymisstjóri. Ragnhildur Hrefna Thorlacius ræddi við hana. Allt of fáar íbúðir hafa verið byggðar á Akureyri undanfarin ár og eftirspurnin á aðeins eftir að aukast, samkvæmt spá húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Halla Björn Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir þau treysta á að jafnvægi náist í efnahagsmálum. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við hana. Þriggja daga forsetakosningar hófust í Rússlandi í morgun. Þeim lýkur á sunnudagskvöld þegar því verður lýst yfir að Vladimír Pútín hafi sigrað með fáheyrðum yfirburðum. Ásgeir Tómasson tók saman.