Kvikugeymir undir Svartsengi, varnir hitaveitulagna og rafmagnsmastra

Spegillinn - A podcast by RÚV

Categories:

Ýmislegt bendir til þess að kvikugeymir sé undir Svartsengi og nágrenni, allt frá Eldvörpum að Sundhnúksgígum, segir Halldór Geirsson dósent í jarðeðlisfræði. Í nótt var rætt um að fara með stórvirkar vinnuvélar til Grindavíkur og hefja undirbúning varnargarðs. Horfið var frá því þegar ljóst var að bærinn var ekki í bráðri hættu frá hraunrennsli. Rætt er við Ara Guðmundsson verkfræðing sem leiðir hóp um varnir innviða fyrir almannavarnir. Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Hljóðmaður var Kári Guðmundsson.