Forsetaframboð, Georgía og kaffihús á Þingvöllum
Spegillinn - A podcast by RÚV
Categories:
16. maí 2024 Viðtöl Spegilsins við frambjóðendur til embættis forseta Íslands halda áfram. Í þessum þætti ræðir Freyr Gígja Gunnarsson við Höllu Hrund Logadóttur. Utanríkisráðherrar Íslands og þriggja Evrópusambandsríkja; Eistlands, Lettlands og Litáens, héldu til Georgíu í gær til að ræða við ráðamenn úr stjórn og stjórnarandstöðu og sýna samstöðu með þeim sem mótmælt hafa umdeildum lögum sem Georgíuþing samþykkti í vikunni. Rætt er við Björn Malmquist, fréttaritara RÚV í Brussel, um afstöðu ESB til málsins og líkindi ástandsins í Georgíu nú með ástandinu í Úkraínu 2014. Þingvallanefnd hefur forkaupsrétt að öllum sumarhúsum innan þjóðgarðsins sem fara á markað. Oftast eru þetta gömul og illa farin hús sem flest eru fjarlægð og ekkert byggt í staðinn. Það vakti því nokkra athygli þegar nefndin ákvað síðasta sumar að nýta forkaupsrétt að einu elsta sumarhúsi þjóðgarðsins, en rífa það ekki - að minnsta kosti ekki strax. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Einar Ágúst Sæmundsen þjóðgarðsvörð um hugmyndir sem uppi eru um að opna aftur kaffihús í þjóðgarðinum. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred